Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 15:48 Mál Maxwell var borið undir Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í Hvíta húsinu í gær. Lýsti hann samúð með henni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma. Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma.
Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31