„FH á heimavelli á að vinna alla leiki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 11:12 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, sem þjálfar lið FH ásamt Loga Ólafssyni og Guðlaugi Baldurssyni, segir að FH eigi að vinna alla leiki á heimavelli. FH mætir KA í kvöld í uppgjöri nýju þjálfaranna. Eiður Smári og Logi tóku við FH-liðinu í síðustu viku, í sömu viku og KA skipti einnig um þjálfara. Arnar Grétarsson tók við búinu af Óla Stefáni Flóventssyni. „Við vorum virkilega sáttir með sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik enn þá sem getur líka verið jákvætt,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fésbókarsíðu FH-inga. „Við höfum fengið aðeins meiri tíma núna og FH á heimavelli á að vinna alla leiki. Það er alveg sama hver andstæðingurinn er og ég held að ef við bætum okkar spilamennsku jafnt og þétt, ef við bætum það sem við gerum varnarlega og fáum enn meiri rútínur í færslur og hreyfingar, þá verður erfitt að brjóta okkur niður.“ Eiður þekkir vel til Arnars en hann segir að leikurinn í kvöld verði ekki auðveldur, því það er ekkert í fótbolta lengur sem heitir auðvelt. „Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig og ég veit til þess að Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslur í KA-liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta, í sama hvaða deild og hvar í heiminum.“ „Það er ekkert auðvelt lengur í fótbolta. Við vitum að við þurfum að spila okkar besta leik eða allt að því til að ná í góð úrslit. Ef við getum bætt okkur frá síðasta leik er ég mjög jákvæður á leikinn á morgun [í dag].“ FH á marga heimaleiki framundan og hann segir mikilvægt að gera Kaplakrika að vígi. „Það er að byggja ofan á síðasta sigur og horfa ekkert of langt fram á við. Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hér og á að líða vel hér. Það á að vera erfitt fyrir andstæðinga að koma hingað og spila,“ sagði Eiður Smári. Hann bætti við að hann væri ekki endilega hlynntur því að halda sig alltaf við sigurlið og sagði að FH yrði með augun opin er leikmannamarkaðurinn opnar.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira