Erlent

Þrír af hverjum tíu gætu veikst al­var­lega

Sylvía Hall og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Carissa Etienne, forstjóri Heilbrigðistofnunnar Ameríkuríkja.
Carissa Etienne, forstjóri Heilbrigðistofnunnar Ameríkuríkja. Vísir/EPA

Heilbrigðistofnun Ameríkuríkja varar nú við því að kórónuveirufaraldurinn á svæðinu sýni engin merki þess að vera að hægja á sér.

Forstjóri stofnunarinnar, Carissa Etienne, segir að mikil útbreiðsla sjúkdómsins og undirliggjandi sjúkdómar valdi því að þrír af hverjum tíu íbúum svæðisins séu í mikilli hættu á að veikjast alvarlega, eða um 300 milljónir manna. Veiran sé nú í uppsveiflu í Bólívíu, Ekvador, Kólombíu og Perú og að í sumum mið-ameríkuríkjum sé vikuleg aukning nú meiri en nokkru sinni fyrr.

Heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó staðfestu í nótt að þar í landi hafi nú fleiri en 40 þúsund látið lífið af völdum Covid 19, en aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum, Brasilíu og Bretlandi.

Þrátt fyrir vöxt í fyrrnefndum ríkjum sagði Etienne að Chile, Argentína og Úrúgvæ hefðu náð góðum árangri í baráttunni við veiruna og þau væru á réttri leið. Þar hefðu einstaklingsbundnar smitvarnir á borð við handþvott og félagsforðun skipt sköpum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.