Mun fleiri ferðamenn hafa komið hingað til lands en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. júlí 2020 21:27 Mun fleiri ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári en búist var við. Vísir/Vilhelm Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Líklegt sé að fjöldi ferðamanna á þessu ári verði um þriðjungur af því sem hann var í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáðu í maí að um sjöhundruð þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þessu ári. Aðalhagfræðingur bankans segir að menn hafi verið nokkuð svartsýnir á að spáin rættist fyrstu daganna í júní. „Það munar heldur betur um þann fjölda sem er að bætast við núna þannig að ég held að þessi spá okkar gæti orðið nokkuð nærri lagi og við fáum þá jafnvel upp undir þriðjung af þeim ferðamannafjölda sem var í fyrra,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Er þetta að gerast jafnvel hraðar en leit út fyrir í byrjun sumarsins? „Já, ég held það megi segja það. Því eru væntanlega skorður settar hversu hraður vöxturinn getur orðið áfram eftir þennan kipp sem er að koma núna.“ Í síðustu viku var tilkynnt að íbúar fjögurra landa þyrftu ekki að fara í skimun á landamærum. Áður hafði komið fram að fólk frá Grænlandi og Færeyjum slyppu við ferlið. Jón segir þetta góðar fréttir. „Eins er það til marks um að það eru fleiri lönd þar sem er kominn meiri ferðahugur, þar sem fólk er orðið öruggara með sig. Það dreifir líka áhættunni að jafna út strauminn af því að það er misjafnt á hvaða tíma árs ferðamenn frá hverju landi koma,“ segir Jón Bjarki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu hafa verið langfjölmennastir hér á landi og segir Jón að þegar þeir fara að streyma aftur til landsins verði algjör viðsnúningur í ferðamennsku á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30 Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Líklegt sé að fjöldi ferðamanna á þessu ári verði um þriðjungur af því sem hann var í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáðu í maí að um sjöhundruð þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þessu ári. Aðalhagfræðingur bankans segir að menn hafi verið nokkuð svartsýnir á að spáin rættist fyrstu daganna í júní. „Það munar heldur betur um þann fjölda sem er að bætast við núna þannig að ég held að þessi spá okkar gæti orðið nokkuð nærri lagi og við fáum þá jafnvel upp undir þriðjung af þeim ferðamannafjölda sem var í fyrra,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Er þetta að gerast jafnvel hraðar en leit út fyrir í byrjun sumarsins? „Já, ég held það megi segja það. Því eru væntanlega skorður settar hversu hraður vöxturinn getur orðið áfram eftir þennan kipp sem er að koma núna.“ Í síðustu viku var tilkynnt að íbúar fjögurra landa þyrftu ekki að fara í skimun á landamærum. Áður hafði komið fram að fólk frá Grænlandi og Færeyjum slyppu við ferlið. Jón segir þetta góðar fréttir. „Eins er það til marks um að það eru fleiri lönd þar sem er kominn meiri ferðahugur, þar sem fólk er orðið öruggara með sig. Það dreifir líka áhættunni að jafna út strauminn af því að það er misjafnt á hvaða tíma árs ferðamenn frá hverju landi koma,“ segir Jón Bjarki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu hafa verið langfjölmennastir hér á landi og segir Jón að þegar þeir fara að streyma aftur til landsins verði algjör viðsnúningur í ferðamennsku á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30 Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30
Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00
Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44