Björgunarpakki og fjárlög marki tímamót fyrir ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2020 19:00 Leiðtogar Evrópusambandsins segja fjárlög sambandsins og risa björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins marka tímamót í sögu Evrópu. 800 milljarða evra björgunaraðgerðir tryggi vonandi enduruppbyggingu álfunnar. Viðræðunum lauk í nótt og samþykkti leiðtogaráðið tæplega tveggja billjóna evra fjárlög sem fela meðal annars í sér hundraða milljóna aðgerðir til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Þetta tókst. Evrópa er sterk og stendur saman. Við náðum samkomulagi um björgunarpakkann og fjárlögin. Þetta voru afar erfiðar viðræður á erfiðum tímum,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, tók í sama streng: „Oft er Evrópusambandið sakað um aðgerðaleysi en hér erum við að sýna fram á hið gagnstæða.“ Fjárlögin sjálf gera meðal annars ráð fyrir miklum fjárveitingum til umhverfismála en björgunarpakkinn var helsta deiluatriði aðildarríkjanna. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Fimm ríki, þar á meðal Holland, Danmörk og Svíþjóð, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi. Niðurstaðan varð að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Styrkirnir og lánin fara einna helst til þeirra ríkja sem komu verst út úr faraldrinum og strangt eftirlit verður með því hvernig farið verður með peningana. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins segja fjárlög sambandsins og risa björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins marka tímamót í sögu Evrópu. 800 milljarða evra björgunaraðgerðir tryggi vonandi enduruppbyggingu álfunnar. Viðræðunum lauk í nótt og samþykkti leiðtogaráðið tæplega tveggja billjóna evra fjárlög sem fela meðal annars í sér hundraða milljóna aðgerðir til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Þetta tókst. Evrópa er sterk og stendur saman. Við náðum samkomulagi um björgunarpakkann og fjárlögin. Þetta voru afar erfiðar viðræður á erfiðum tímum,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, tók í sama streng: „Oft er Evrópusambandið sakað um aðgerðaleysi en hér erum við að sýna fram á hið gagnstæða.“ Fjárlögin sjálf gera meðal annars ráð fyrir miklum fjárveitingum til umhverfismála en björgunarpakkinn var helsta deiluatriði aðildarríkjanna. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Fimm ríki, þar á meðal Holland, Danmörk og Svíþjóð, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi. Niðurstaðan varð að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Styrkirnir og lánin fara einna helst til þeirra ríkja sem komu verst út úr faraldrinum og strangt eftirlit verður með því hvernig farið verður með peningana.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira