Björgunarpakki og fjárlög marki tímamót fyrir ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2020 19:00 Leiðtogar Evrópusambandsins segja fjárlög sambandsins og risa björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins marka tímamót í sögu Evrópu. 800 milljarða evra björgunaraðgerðir tryggi vonandi enduruppbyggingu álfunnar. Viðræðunum lauk í nótt og samþykkti leiðtogaráðið tæplega tveggja billjóna evra fjárlög sem fela meðal annars í sér hundraða milljóna aðgerðir til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Þetta tókst. Evrópa er sterk og stendur saman. Við náðum samkomulagi um björgunarpakkann og fjárlögin. Þetta voru afar erfiðar viðræður á erfiðum tímum,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, tók í sama streng: „Oft er Evrópusambandið sakað um aðgerðaleysi en hér erum við að sýna fram á hið gagnstæða.“ Fjárlögin sjálf gera meðal annars ráð fyrir miklum fjárveitingum til umhverfismála en björgunarpakkinn var helsta deiluatriði aðildarríkjanna. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Fimm ríki, þar á meðal Holland, Danmörk og Svíþjóð, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi. Niðurstaðan varð að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Styrkirnir og lánin fara einna helst til þeirra ríkja sem komu verst út úr faraldrinum og strangt eftirlit verður með því hvernig farið verður með peningana. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins segja fjárlög sambandsins og risa björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins marka tímamót í sögu Evrópu. 800 milljarða evra björgunaraðgerðir tryggi vonandi enduruppbyggingu álfunnar. Viðræðunum lauk í nótt og samþykkti leiðtogaráðið tæplega tveggja billjóna evra fjárlög sem fela meðal annars í sér hundraða milljóna aðgerðir til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Þetta tókst. Evrópa er sterk og stendur saman. Við náðum samkomulagi um björgunarpakkann og fjárlögin. Þetta voru afar erfiðar viðræður á erfiðum tímum,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, tók í sama streng: „Oft er Evrópusambandið sakað um aðgerðaleysi en hér erum við að sýna fram á hið gagnstæða.“ Fjárlögin sjálf gera meðal annars ráð fyrir miklum fjárveitingum til umhverfismála en björgunarpakkinn var helsta deiluatriði aðildarríkjanna. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Fimm ríki, þar á meðal Holland, Danmörk og Svíþjóð, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi. Niðurstaðan varð að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Styrkirnir og lánin fara einna helst til þeirra ríkja sem komu verst út úr faraldrinum og strangt eftirlit verður með því hvernig farið verður með peningana.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira