Íslenski boltinn

„Þetta er sál­fræðings­dæmi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tómas Ingi Tómasson átti varla orð yfir hversu heimskulegt rautt spjald Guðmann náði sér í um helgina.
Tómas Ingi Tómasson átti varla orð yfir hversu heimskulegt rautt spjald Guðmann náði sér í um helgina. vísir/skjáskot

Pepsi Max stúkan átti ekki orð yfir rauða spjaldinu sem Guðmann Þórisson, varnarmaður FH, fékk í leiknum gegn Fjölni um helgina en Guðmann fékk seinna gula spjald sitt í stöðunni 3-0 FH í vil.

Guðmann fékk gult spjald á 83. mínútu og fjórum mínútum síðar var hann svo sendur í sturtu er hann nældi sér klaufalega í sitt annað gula spjald. Hann er því í banni gegn KA í kvöld.

Tómas Ingi Tómasson, Atli Viðar Björnsson og þáttarstjórnandinn Guðmundur Benediktsson fóru yfir rauða spjaldið í Pepsi Max stúkunni á mánudagskvöldið.

„Fyrir mér er þetta þannig að við erum hérna til þess að vera sérfræðingar um fótbolta. Þetta er sálfræðingsdæmi. Þetta er íþróttasálfræði. Jóhann Ingi eða einhver,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Hann hélt svo áfram.

„Ég hef engan skilning á að það bresti svona í hausnum á svonaleikreyndum manni að virkilega ætla sér að fá rauða spjaldið þarna. Þetta lítur þannig út fyrir mér að hann er ekkert að reyna ná í boltann. Hann þrumar hann bara niður nýbúinn að fá gult spjald eftir hundrað metra sprett út af broti sem var ekkert að.“

Atli Viðar tók í sama streng en hann lék Guðmanni hjá Fimleikafélaginu. Hann skildi einnig ekkert í þessu rauða spjaldi.

„Þetta er í raun óverjandi á allan hátt fyrir Guðmann. Fyrir það fyrsta er fyrra gula spjaldið alveg ævintýralega heimskulegt. Hann kemur þarna hlaupandi og lætur Grétar Snæ og dómarann heyra það í sömu andrá,“ sagði Atli Viðar.

„Bara það eitt að koma hlaupandi á staðinn er gult spjald. Svo fylgir hann því eftir bara til þess að tryggja spjaldið með að láta allt og alla heyra það. Þetta seinna gula spjald; hann er að missa manninn úti á miðjum vellinum. Þeir eru að vinna 3-0 eftir rúmar 88 mínútur. Það eru ekki til orð yfir það hversu vitlaust þetta er.“

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um rauða spjaldið á Guðmann

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.