Blikar taplausir á heimavelli í rúm þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki hafa leikið 23 heimaleiki í röð án þess að tapa. vísir/bára Breiðablik tekur á móti Val í kvöld í stærsta leik sumarsins til þessa í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er lokaleikur 7. umferðar. Valskonur freista þess þá að gera það sem engu liði hefur tekist í þrjú ár; að vinna Blika á Kópavogsvelli í deildarleik. Síðasta liðið sem sótti sigur á Kópavogsvöll var Þór/KA 2. júlí 2017. Akureyringar stigu þá stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-2 sigri á Kópavogsliðinu. Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 38. mínútu en Rakel Hönnudóttir jafnaði fyrir Breiðablik í upphafi seinni hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Sandra svo sigurmark gestanna frá Akureyri. Síðan þá hafa Blikar ekki tapað á heimavelli sínum í Smáranum, í rúm þrjú ár eða í 1115 daga. Breiðablik hefur leikið 23 heimaleiki frá því liðið laut í lægra haldi fyrir Þór/KA, unnið 21 leik og gert tvö jafntefli. Markatalan er 77-14, Blikum í vil. Bæði Breiðablik og Valur hafa ekki tapað deildarleik síðan í september 2018, eða í tæp tvö ár. Liðin fóru bæði ósigruð í gegnum Pepsi Max-deildina í fyrra. Valskonur og Blikar gerðu jafntefli í báðum innbyrðis viðureignunum en unnu alla hina leikina, nema hvað Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á heimavelli sem reyndist dýrkeypt. Valskonur voru hársbreidd frá því að vinna á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni í fyrra. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir en Heiðdís Lillýjardóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins. Það dugði þó skammt því Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflvíkingum í lokaumferðinni, 3-2. Valur er síðasta liðið sem vann Breiðablik í deildarleik, í lokaumferðinni 2018. Valskonur unnu þá 3-2 sigur á Blikum sem voru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta tap Vals í deildarleik kom í næstsíðustu umferðinni 2018. Liðið laut þá í lægra haldi fyrir Þór/KA á Akureyri, 4-1. Síðan þá hafa Valskonur leikið 25 deildarleiki í röð án þess að tapa. Valur vann fyrstu fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar en gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð, 1-1. Valskonur voru manni færri nær allan tímann eftir að Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald í upphafi leiks. Hún tekur út leikbann í kvöld. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eiga þó tvo leiki til góða á Valskonur. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína án þess að fá á sig mark. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:00. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Breiðablik tekur á móti Val í kvöld í stærsta leik sumarsins til þessa í Pepsi Max-deild kvenna. Þetta er lokaleikur 7. umferðar. Valskonur freista þess þá að gera það sem engu liði hefur tekist í þrjú ár; að vinna Blika á Kópavogsvelli í deildarleik. Síðasta liðið sem sótti sigur á Kópavogsvöll var Þór/KA 2. júlí 2017. Akureyringar stigu þá stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-2 sigri á Kópavogsliðinu. Sandra Mayor kom Þór/KA yfir á 38. mínútu en Rakel Hönnudóttir jafnaði fyrir Breiðablik í upphafi seinni hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Sandra svo sigurmark gestanna frá Akureyri. Síðan þá hafa Blikar ekki tapað á heimavelli sínum í Smáranum, í rúm þrjú ár eða í 1115 daga. Breiðablik hefur leikið 23 heimaleiki frá því liðið laut í lægra haldi fyrir Þór/KA, unnið 21 leik og gert tvö jafntefli. Markatalan er 77-14, Blikum í vil. Bæði Breiðablik og Valur hafa ekki tapað deildarleik síðan í september 2018, eða í tæp tvö ár. Liðin fóru bæði ósigruð í gegnum Pepsi Max-deildina í fyrra. Valskonur og Blikar gerðu jafntefli í báðum innbyrðis viðureignunum en unnu alla hina leikina, nema hvað Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á heimavelli sem reyndist dýrkeypt. Valskonur voru hársbreidd frá því að vinna á Kópavogsvelli í næstsíðustu umferðinni í fyrra. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir en Heiðdís Lillýjardóttir jafnaði fyrir Breiðablik með síðustu snertingu leiksins. Það dugði þó skammt því Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflvíkingum í lokaumferðinni, 3-2. Valur er síðasta liðið sem vann Breiðablik í deildarleik, í lokaumferðinni 2018. Valskonur unnu þá 3-2 sigur á Blikum sem voru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðasta tap Vals í deildarleik kom í næstsíðustu umferðinni 2018. Liðið laut þá í lægra haldi fyrir Þór/KA á Akureyri, 4-1. Síðan þá hafa Valskonur leikið 25 deildarleiki í röð án þess að tapa. Valur vann fyrstu fimm leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar en gerði jafntefli við Fylki í síðustu umferð, 1-1. Valskonur voru manni færri nær allan tímann eftir að Elísa Viðarsdóttir fékk rautt spjald í upphafi leiks. Hún tekur út leikbann í kvöld. Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Blikar eiga þó tvo leiki til góða á Valskonur. Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína án þess að fá á sig mark. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19:00.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira