Íslenski boltinn

Kjartan Stefánsson: Örugglega lélegasti leikur okkar á árinu

Ísak Hallmundarson skrifar
Kjartan var ekki sáttur með frammistöðu Fylkis í kvöld þó svo þær hafi landað öllum þremur stigunum.
Kjartan var ekki sáttur með frammistöðu Fylkis í kvöld þó svo þær hafi landað öllum þremur stigunum. Vísir/Bára

Fylkir sigraði Stjörnuna 2-1 í Árbænum í kvöld í Pepsi Max deild kvenna. Þrátt fyrir sigurinn var Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, ekkert alltof sáttur með frammistöðuna.

,,Ég er ánægður með þessi þrjú stig, en þetta var örugglega lélegasti leikur okkar á þessu ári, það er klárt, en gríðarlega sáttur með þrjú stig,‘‘ sagði Kjartan eftir leik.

Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik var Stjarnan mun betri aðilinn í þeim seinni.

,,Við fórum í tveggja sentera kerfi, ég veit ekki hvort það breytti einhverju, Margrét kom góð inn og breytti ýmsu fyrir okkur en mér fannst við bara rosalega ólíkar okkur. Við vorum bara lélegar í þessum leik, heilt yfir.‘‘

Þrátt fyrir dapran leik eru úrslit það sem skiptir öllu máli í fótbolta og Kjartan er gríðarlega sáttur að hafa landað þessum sigri.

,,Gríðarlega gaman að ná þessu og við vorum að trúa að við gætum tekið þátt í toppbaráttu, kannski þarf eitthvað svona til þess að geta tekið þátt í þessu. En Stjarnan var bara yfir í flestu og kannski þetta rauða spjald hafi breytt helling,‘‘ sagði hann að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.