Innlent

Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Herjólfur í Hafnarfjaðarhöfn
Herjólfur í Hafnarfjaðarhöfn Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjómannafélaginu.

Siglingaáætlun Herjólfs er því orðin eðlileg að nýju. Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá Herjólfi ohf.

Í viðræðuáætluninni verða starfslýsingar þerna og háseta kláraðar, forsendur starfsaldurshækkana skoðaðar, ásamt vinnutímastyttingu lífskjarasamningsins. Þá verða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninga skoðaðar með sérfróðum aðila, að því er fram kemur í tilkynningunni..

Eins felur áætlunin í sér að komið verði á hvíldarákvæðum í kjarasamningum, í samræmi við alþjóðalög.

Stefnt er að því að viðræðum milli aðila verði lokið fyrir mánudaginn 17. ágúst næstkomandi.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.