Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 19:07 Arnar Pétursson, stjórnarformaður Herjólfs ohf., ræðir hér við þernu á Herjólfi í dag. Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp. Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp.
Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira