Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2020 22:40 Óskar Hrafn var ekki sáttur með Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, og hvernig hann tók á síendurteknum brotum á Brynjólfi Andersen Willumssyni á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Óskar Hrafn taldi lið sitt eiga sigurinn skilið og þá biðlaði hann til dómarastéttarinnar að verja besta leikmann deildarinnar. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Óskar Hrafn taldi lið sitt eiga sigurinn skilið og þá biðlaði hann til dómarastéttarinnar að verja besta leikmann deildarinnar. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó