Íslenski boltinn

Kristinn framlengir samning sinn við Breiðablik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristinn Steindórsson hefur komið sem stormsveipur inn í lið Blika.
Kristinn Steindórsson hefur komið sem stormsveipur inn í lið Blika. VÍSIR/DANÍEL

Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við Pepsi-Max deildarlið Breiðabliks en hann gekk í raðir félagsins í vetur eftir dvöl hjá FH.

Kristinn er uppalinn hjá Breiðablik og er raunar markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í efstu deild.

Hann var hluti af Íslandsmeistaraliði Blika árið 2010 og hélt ári síðar í atvinnumennsku þar sem hann lék um fimm ára skeið í Svíþjóð ásamt því að spila eitt tímabil í MLS deildinni í Bandaríkjunum.

Kristinn gerði eins árs samning þegar hann gekk í raðir uppeldisfélagsins í vetur en hefur nú framlengt samninginn til ársins 2022. Kristinn hefur skorað 5 mörk í öllum keppnum það sem af er sumri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×