Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, Millwall heimsótti QPR í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.
Jón Daði kom hins vegar inn af bekknum strax á 12.mínútu og lék leikinn til enda.
Leikurinn fór rólega af stað en varð sérdeilis fjörugur þegar leið á. Í leikhléi leiddu heimamenn með einu marki gegn engu og þeir höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins þó mörkunum hafi rignt í síðari hálfleik.
Lokatölur urðu 4-3 fyrir QPR en Jón Daði var ekki á skotskónum.
Millwall í 9.sæti deildarinnar þegar einni umferð er ólokið og á ekki möguleika á að komast í umspil um sæti í efstu deild.