Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:00 Eiður Smári Guðjohnsen í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti með FH í dag og hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. Eiður, sem ekki hefur áður þjálfað félagslið en er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, og Logi voru fljótir að bregðast við þegar tilboðið úr Kaplakrika barst. „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi. En þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður í Sportpakkanum á Stöð 2 en viðtalið má sjá hér að neðan. Horft á deildina með öðrum augum Eiður hefur fylgst vel með Pepsi Max-deild karla undanfarið enda verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019. „Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki. Ég er virkilega spenntur fyrir fyrsta leik,“ segir Eiður. Aðspurður hvers stuðningsmenn FH megi vænta, með Eið og Loga í brúnni, svarar Evrópumeistarinn fyrrverandi: „Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst.“ Klippa: Sportpakkinn - Eiður Smári um nýja starfið FH Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
„Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti með FH í dag og hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. Eiður, sem ekki hefur áður þjálfað félagslið en er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, og Logi voru fljótir að bregðast við þegar tilboðið úr Kaplakrika barst. „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi. En þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður í Sportpakkanum á Stöð 2 en viðtalið má sjá hér að neðan. Horft á deildina með öðrum augum Eiður hefur fylgst vel með Pepsi Max-deild karla undanfarið enda verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019. „Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki. Ég er virkilega spenntur fyrir fyrsta leik,“ segir Eiður. Aðspurður hvers stuðningsmenn FH megi vænta, með Eið og Loga í brúnni, svarar Evrópumeistarinn fyrrverandi: „Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst.“ Klippa: Sportpakkinn - Eiður Smári um nýja starfið
FH Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32