Íslenski boltinn

Eiður: Sá þetta ekki gerast í náinni framtíð

Sindri Sverrisson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson eru nýir þjálfarar FH.
Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson eru nýir þjálfarar FH. mynd/Jóhannes Long/@fhingar

„Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta.

Eiður og Logi Ólafsson munu stýra liði FH saman en þeir taka við liðinu af Ólafi Kristjánssyni sem hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. FH verður þar með fyrsta félagsliðið sem Eiður þjálfar en hann hefur verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019.

Eiður kveðst í samtali við íþróttafréttadeild afar spenntur fyrir hinu nýja starfi sem bauðst svo óvænt:

„Þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður.

Ítarlegra viðtal við Eið og Loga birtist á Vísi í kvöld og í Sportpakkanum á Stöð 2 strax að loknum fréttum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.