Fékk fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:42 Skallagrímur leikur í 4. deild karla. mynd/facebook síða knattspyrnudeildar skallagríms Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að beita leikmann Berserkja kynþáttaníð í leik liðanna í 4. deild karla á föstudaginn var. Bannið tekur gildi nú þegar. Atli Steinar má heldur ekki mæta á leikvöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá fékk knattspyrnudeild Skallagríms 100 þúsund króna sekt vegna ummæla Atla Steinars. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar leikmanni Berserkja að „drullast aftur til Namibíu“ og kallaði hann apa. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag var tekin fyrir greinargerð sem barst frá Ólafi Brynjari Bjarkasyni sem var aðstoðardómari í leik Skallagríms og Berserkja á föstudaginn. Hún var eftirfarandi: Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu. Knattspyrnudeild Skallagríms fékk tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir að hafa fengið greinargerðina, sem og hún gerði. Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram. Skallagrímur segir að leikmaðurinn hafi brotið af sér á óafsakanlegan hátt og vonast til að hann læri af reynslunni, leiti sér aðstoðar og nýti keppnisbannið til að vinna úr sínum málum. Skallagrímur setti Atla Steinar í æfingabann meðan mál hans var á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Dóm aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Skallagrímur KSÍ Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að beita leikmann Berserkja kynþáttaníð í leik liðanna í 4. deild karla á föstudaginn var. Bannið tekur gildi nú þegar. Atli Steinar má heldur ekki mæta á leikvöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá fékk knattspyrnudeild Skallagríms 100 þúsund króna sekt vegna ummæla Atla Steinars. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar leikmanni Berserkja að „drullast aftur til Namibíu“ og kallaði hann apa. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag var tekin fyrir greinargerð sem barst frá Ólafi Brynjari Bjarkasyni sem var aðstoðardómari í leik Skallagríms og Berserkja á föstudaginn. Hún var eftirfarandi: Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu. Knattspyrnudeild Skallagríms fékk tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir að hafa fengið greinargerðina, sem og hún gerði. Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram. Skallagrímur segir að leikmaðurinn hafi brotið af sér á óafsakanlegan hátt og vonast til að hann læri af reynslunni, leiti sér aðstoðar og nýti keppnisbannið til að vinna úr sínum málum. Skallagrímur setti Atla Steinar í æfingabann meðan mál hans var á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Dóm aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa með því að smella hér.
Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu.
Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram.
Íslenski boltinn Skallagrímur KSÍ Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10
Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35