Erlent

Kynnti nýja viðbragðsáætlun nýsjálenskra stjórnvalda

Andri Eysteinsson skrifar

Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í dag viðbragðsáætlun stjórnvalda til að koma í veg fyrir að kórónuveiran nái útbreiðslu í landinu, en enginn hefur smitast af veirunni innanlands á Nýja Sjálandi í tvo og hálfan mánuð.

Tveir ferðamenn greindust með veiruna í landinu í dag og voru settir í einangrun. Markmið áætlunarinnar er að bregðast við hverju smiti með sem minnstum truflunum fyrir samfélagið. Þannig geti útgöngubann náð til allt frá einni byggingu til einstakra hverfa eða borga.

„Við höfum lært mikið af fyrstu bylgju faraldursins, að rjúfa smitkeðjuna og fyrirbyggja samfélagssmit. Við lærðum að ef við bregðumst hratt við getum við stöðvað útbreiðslu veirunnar. Við lærðum að við takmörkun snertingar getum við stöðvað útbreiðslu veirunnar og ef allir sýna árvekni og fylgja reglunum tækist okkur þetta,“ sagði Jacinda Arden forsætisráðherra Nýja Sjálands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.