Segir kosningabaráttu Kanye West lokið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:54 Kanye West, með rauða derhúfu, á fundi með Donald Trump í forsetaskrifstofunni í október árið 2018. Ap/Evan Vucci Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05