Íslenski boltinn

Katrín Ásbjörnsdóttir: Þurftum að líta inn á við

Ísak Hallmundarson skrifar
Katrín skoraði sigurmarkið í kvöld.
Katrín skoraði sigurmarkið í kvöld. vísir/vilhelm

KR vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deild kvenna í kvöld, er liðið heimsótti Stjörnuna í Garðabæinn. KR-liðið spilaði manni færri frá 33. mínútu en náði tvisvar að skora og komast yfir eftir það.

„Við lentum einum færri mjög snemma, glórulaust spjald að mínu mati og við þurftum þá bara að þétta liðið, gerðum það vel og vorum svo bara þolinmóðar í lokin og náðum að setja mjög mikilvægt mark, sem er bara frábært fyrir okkur og fyrstu þrjú stigin,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir glöð í bragði eftir sigur KR í kvöld. Hún skoraði tvö marka KR í kvöld.

Katrín telur að mögulega hafi það að liðið fór í sóttkví hjálpað þeim að líta inn á við og byrja frá grunni.

„Við þurftum bara að líta inn á við og fókusa á okkur og það var rosalega erfitt að vera fjær öllu liðinu í sóttkví, vera bara einn. Við gerðum okkar besta í því og fengum bara gott prógram og ég held að það hafi bara gert okkur gott að kúpla okkur aðeins út og byrja upp á nýtt og gott að koma til baka úr sóttkví í bikarleik, aðeins annað mót finnst mér, tökum þann sigur og byggjum ofan á það og mér fannst við gera það á móti Stjörnunni í dag að við erum að spila eins og við spiluðum í seinni hálfleik á móti Tindastól í síðasta leik, þannig ég held að þetta sé allt að koma hjá okkur.“

„Þetta sýnir bara hvað í þessu liði býr og vonandi er þetta eitthvað sem mun koma hjá okkur og við byggjum ofan á það,“ sagði Katrín að lokum eftir sterkan sigur KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×