Enski boltinn

Jón Daði og fé­lagar eygja enn von á úr­­vals­­deildar­­sæti | Wigan skoraði sjö í fyrri hálf­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði í leik gegn Bristol fyrr á tímabilinu.
Jón Daði í leik gegn Bristol fyrr á tímabilinu. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall eiga enn möguleika á því að spila í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-0 sigur á Blackburn í dag.

Millwall er eftir sigurinn í sjöunda sæti deildarinnar með 65 stig, tveimur stigum á eftir Cardiff sem er í 6. sætinu, en liðin í þriðja til sjötta sætinu fara í umspil um eitt laust sæti í deild þeirra bestu.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Mason Bennett á 20. mínútu en Jón Daði kom inn á sem varamaður á 69. mínútu hjá Millwall eftir að hafa ekki verið í hópnum hjá liðinu í leikjunum fimm þar á undan.

Önnur úrslit í ensku B-deildinni voru þau að Wigan gerði sér lítið fyrir og skoraði átta gegn Hull City. Lokatölur 8-0 en Wigan var 7-0 yfir í hálfleik.

WBA og Fulham gerðu markalaust jafntefli. WBA áfram í 2. sætinu með 82 stig, fjórum stigum á undan Brentford sem á leik til góða, en Fulham er í 4. sætinu með 77 stig.

Cardiff vann 2-1 sigur á Derby County og er í 6. sætinu en Luton og QPR sem og Sheffield Wednesday og Huddersfield gerðu jafntefli.

Úrslit dagsins:

WBA - Fulham 0-0

Reading - Middlesbrough 1-2

Wigan - Hull 8-0

Cardiff - Derby 2-1

Luton - QPR 1-1

Millwall - Blackburn 1-0

Sheffield Wednesday - Huddersfield 0-0Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.