„Þessi ákvörðun er hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 14:00 Jürgen Klopp og Jose Mourinho eru ekki hrifnir af niðurstöðu CAS. VÍSIR/GETTY Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Sjá meira
Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Sjá meira
Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42
Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30