Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 08:42 Raheem Sterling og félagar í Manchester City geta fagnað í dag eftir úrskurðinn hjá CAS. EPA-EFE/Laurence Griffiths Alþjóða íþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport) tilkynnti í dag úrskurð sinn í máli Manchester City en enska félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni ó vetur. Alþjóða íþróttadómstóllinn ákvað það að City missi ekki keppnisrétt sinn í Evrópukeppnum vegna brota sinna á rekstrarreglum UEFA. The Court of Arbitration for Sport (Cas) announced Manchester City were cleared of "disguising equity funds" on Monday.— BBC Sport (@BBCSport) July 13, 2020 Manchester City fagnar örugglega niðurstöðunni en félagið sleppur við bannið og þá er sekt félagsins minnkuð um tuttugu milljónir evra. Framtíð félagsins var í húfi enda átti Manchester City á hættu að missa sína bestu menn ef liðið spilaði ekki í Meistaradeildinni í tvö ár. Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi að það væri ekki nægar sannanir fyrir brotum Manchester City og þá var of langt liðum frá sumum brotunum til að geta refsað fyrir þau samkvæmt reglum UEFA. Mánudagurinn 13. júli er því sigurdagur fyrir Manchester City. Knattspyrnusamband Evrópu hafði dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnunum í febrúar og auk þess átti City að greiða 30 milljónir evra, 4,8 milljarða íslenskra króna, í sekt. BREAKING: Manchester City s two-year European ban has been lifted, and their fine reduced to 10M, by the Court of Arbitration for Sport pic.twitter.com/5jdT5RDKrr— B/R Football (@brfootball) July 13, 2020 Manchester City hafði að mati dómstóls UEFA brotið gegn reglum um rekstur fótboltafélaga með því að fela umfram útgjöld félagsins í ársreikningi. City var sakfellt fyrir það að láta líta þannig út að félagið væri að fá meiri pening inn frá styrktaraðilum tengdum eigenda félagsins Sjeik Mansour. Sjeik Mansour eignaðist Manchester City fyrir tólf árum síðan og breytti algjörlega örlögum félagsins með því að dæla inn í það peningum. City hefur á tíma hans unnið fjóra Englandsmeistaratitla og alls ellefu titla samanlagt. Eini stóri titilinn sem vantar er sjálf Meistaradeildin. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Sjá meira
Alþjóða íþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport) tilkynnti í dag úrskurð sinn í máli Manchester City en enska félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni ó vetur. Alþjóða íþróttadómstóllinn ákvað það að City missi ekki keppnisrétt sinn í Evrópukeppnum vegna brota sinna á rekstrarreglum UEFA. The Court of Arbitration for Sport (Cas) announced Manchester City were cleared of "disguising equity funds" on Monday.— BBC Sport (@BBCSport) July 13, 2020 Manchester City fagnar örugglega niðurstöðunni en félagið sleppur við bannið og þá er sekt félagsins minnkuð um tuttugu milljónir evra. Framtíð félagsins var í húfi enda átti Manchester City á hættu að missa sína bestu menn ef liðið spilaði ekki í Meistaradeildinni í tvö ár. Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi að það væri ekki nægar sannanir fyrir brotum Manchester City og þá var of langt liðum frá sumum brotunum til að geta refsað fyrir þau samkvæmt reglum UEFA. Mánudagurinn 13. júli er því sigurdagur fyrir Manchester City. Knattspyrnusamband Evrópu hafði dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnunum í febrúar og auk þess átti City að greiða 30 milljónir evra, 4,8 milljarða íslenskra króna, í sekt. BREAKING: Manchester City s two-year European ban has been lifted, and their fine reduced to 10M, by the Court of Arbitration for Sport pic.twitter.com/5jdT5RDKrr— B/R Football (@brfootball) July 13, 2020 Manchester City hafði að mati dómstóls UEFA brotið gegn reglum um rekstur fótboltafélaga með því að fela umfram útgjöld félagsins í ársreikningi. City var sakfellt fyrir það að láta líta þannig út að félagið væri að fá meiri pening inn frá styrktaraðilum tengdum eigenda félagsins Sjeik Mansour. Sjeik Mansour eignaðist Manchester City fyrir tólf árum síðan og breytti algjörlega örlögum félagsins með því að dæla inn í það peningum. City hefur á tíma hans unnið fjóra Englandsmeistaratitla og alls ellefu titla samanlagt. Eini stóri titilinn sem vantar er sjálf Meistaradeildin.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Sjá meira