Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:30 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fær tækifæri til að eyða pening í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira