Skagamenn ekki skorað jafn mikið síðan þeir unnu síðast tvöfalt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 13:30 Stefán Teitur Þórðarson hefur skorað þrjú af fimmtán mörkum ÍA í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/hag ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira