Herða aðgerðir vegna faraldursins í Asíu og Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 10:03 Grímuklæddir gestir Disneyland-skemmtigarðsins í Hong Kong. Honum verður lokað frá og með morgundeginum vegna fjölgunar nýrra smita í borgríkinu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana. Í Ástralíu hefur verið hætt við áform um að leyfa ferðalög á milli ríkja innanlands. Í Queensland var tekin upp tveggja vikna sóttkví fyrir fólk sem hefur verið á tveimur svæðum í vestanverðum úthverfum Sydney, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Nýja Suður-Wales var komið á fjöldatakmörkunum á krám eftir að hópsýking kom upp á stóru hóteli í suðvestanverðri Sydney. Melbourne er nú í annarri viku sex vikna útgöngubanns. Tiltölulega fá smit greindust í Hong Kong í upphafi faraldursins en þar taka ströngustu reglur um félagsforðun til þessa gildi á miðnætti. Þar greindust 52 ný tilfelli í gær, þar á meðal 41 innanlandssmit. Disneyland-skemmtigarðinum í borgríkinu verður lokað frá morgundeginum. Allt kapp er nú lagt á smitrakningu í Japan eftir að tuttugu manns sem voru á leiksýningu greindust smitaðir, þar á meðal leikarar. Yfirvöld reyna nú að hafa uppi á um 800 manns sem voru á sýningunni. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda sig við áform um að slaka á takmörkunum. Á Filippseyjum fjölgar nýjum smitum meir en nokkurs staðar annars staðar í Suðaustur-Asíu. Útgöngubanni hefur verið komið aftur á í hluta höfuðborgarinnar Manila þar sem um 250.000 manns búa. Ólíklegt er að slakað verði á takmörkunum annars staðar í borginni í bráð. Alls hafa nú um þrettán milljónir manna smitast af nýju afbrigði kórónuveiru í heiminum. Af þeim hefur um hálf milljón manna látið lífið. Í sumum ríkjum hefur faraldurinn færst í aukana aftur undanfarna daga og vikur. „Leyfið mér að tala hreint út, of mörg ríki eru á rangri leið, veiran er ennþá óvinur númer eitt,“ sagði Tedros Ghabreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Japan Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana. Í Ástralíu hefur verið hætt við áform um að leyfa ferðalög á milli ríkja innanlands. Í Queensland var tekin upp tveggja vikna sóttkví fyrir fólk sem hefur verið á tveimur svæðum í vestanverðum úthverfum Sydney, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Nýja Suður-Wales var komið á fjöldatakmörkunum á krám eftir að hópsýking kom upp á stóru hóteli í suðvestanverðri Sydney. Melbourne er nú í annarri viku sex vikna útgöngubanns. Tiltölulega fá smit greindust í Hong Kong í upphafi faraldursins en þar taka ströngustu reglur um félagsforðun til þessa gildi á miðnætti. Þar greindust 52 ný tilfelli í gær, þar á meðal 41 innanlandssmit. Disneyland-skemmtigarðinum í borgríkinu verður lokað frá morgundeginum. Allt kapp er nú lagt á smitrakningu í Japan eftir að tuttugu manns sem voru á leiksýningu greindust smitaðir, þar á meðal leikarar. Yfirvöld reyna nú að hafa uppi á um 800 manns sem voru á sýningunni. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda sig við áform um að slaka á takmörkunum. Á Filippseyjum fjölgar nýjum smitum meir en nokkurs staðar annars staðar í Suðaustur-Asíu. Útgöngubanni hefur verið komið aftur á í hluta höfuðborgarinnar Manila þar sem um 250.000 manns búa. Ólíklegt er að slakað verði á takmörkunum annars staðar í borginni í bráð. Alls hafa nú um þrettán milljónir manna smitast af nýju afbrigði kórónuveiru í heiminum. Af þeim hefur um hálf milljón manna látið lífið. Í sumum ríkjum hefur faraldurinn færst í aukana aftur undanfarna daga og vikur. „Leyfið mér að tala hreint út, of mörg ríki eru á rangri leið, veiran er ennþá óvinur númer eitt,“ sagði Tedros Ghabreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Japan Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44