Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Mjög sáttur við þetta stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Páll fór sáttur með eitt stig af Hlíðarenda.
Rúnar Páll fór sáttur með eitt stig af Hlíðarenda. vísir/bára

Rúnar Páll Sigmundsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var nokkuð brattur eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Stjörnumanna í tæpar þrjár vikur.

„Mér fannst við spila ágætlega. Auðvitað var talsvert um sendingafeila og gæðunum var ábótavant. En baráttan og skipulagið var til fyrirmyndar,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta er mjög gott stig á erfiðum útivelli.“

En hefðu Stjörnumenn sætt sig við eitt stig fyrir leikinn í kvöld?

„Auðvitað vill maður alltaf vinna og við leggjum okkur alla fram við að reyna að fá þrjú stig. En úr því sem komið var er ég mjög sáttur við þetta stig,“ sagði Rúnar Páll.

Guðjón Pétur Lýðsson kom inn á um miðjan seinni hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir Stjörnuna eftir komuna frá Breiðabliki.

„Hann kom mjög vel inn í þennan leik eins og allir sem spiluðu. Haraldur [Björnsson] var frábær í markinu og allt liðið okkar var mjög gott,“ sagði Rúnar Páll að endingu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.