Íslenski boltinn

KR og Breiðablik hafa bæði aldrei tapað þegar Einar Ingi dæmir hjá þeim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Ingi Jóhannsson hefur dæmt í efstu deild undanfarin fjögur tímabil.
Einar Ingi Jóhannsson hefur dæmt í efstu deild undanfarin fjögur tímabil. Vísir/Daníel Þór

Einar Ingi Jóhannsson dæmir stórleik KR og Breiðabliks á Meistaravöllum í kvöld en þarna sækir topplið Pepsi Max deildar karla Íslandsmeistarana heim.

KR tekur á móti Breiðabliki í Vesturbænum í kvöld en með sigri geta Íslandsmeistarar KR jafnað topplið Breiðabliks að stigum.

Einar Ingi Jóhannsson fær það verkefni að dæma stórleikinn í kvöld en hann er á sínu fjórða tímabili sem dómari í efstu deild karla og leikurinn í kvöld verður hans 27. sem aðaldómari í úrvalsdeildinni.

Einar Ingi Jóhannsson hefur dæmd fimm leiki hjá KR í úrvalsdeild og fimm leiki hjá Breiðabliki. Liðin hafa unnið alla þessa leiki sína þegar Einar Ingi Jóhannsson nema þegar hann dæmdi innbyrðis leik liðanna árið 2018 og þau gerðu 1-1 jafntefli

Einar Ingi er að dæma í annað skiptið hjá þeim báðum á þessu tímabili en í fyrra skiptið unnið þau bæði nauma útisigra. Einar Ingi dæmdi leikinn þegar Breiðablik vann 1-0 sigur á Fylki í Árbænum og hann dæmdi leikinn þegar KR vann 2-1 sigur á ÍA á Akranesi.

Deildar- og bikarleikir Einars Inga Jóhannsonar hjá KR:

  • 2020: ÍA-KR 1-2
  • 2019: KR-ÍA 2-0
  • 2019: KR-Víkingur 1-0
  • 2019: ÍBV-KR 1-2
  • 2018: KR-Breiðablik 1-1

Deildar- og bikarleikir Einars Inga Jóhannsonar hjá Breiðabliki:

  • 2020: Fylkir-Breiðablik 0-1
  • 2019: Breiðablik-FH 4-1
  • 2019: Grindavík-Breiðablik 0-2
  • 2018: Breiðablik-Fylkir 2-0
  • 2018: KR-Breiðablik 1-1


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.