Íslenski boltinn

Skagamenn náðu að spila fimm leiki á milli leikja Stjörnumanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson í baráttu við Stjörnumennina Þorstein Má Ragnarsson og Eyjólf Héðinsson í leik liðanna í fyrrasumar.
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson í baráttu við Stjörnumennina Þorstein Má Ragnarsson og Eyjólf Héðinsson í leik liðanna í fyrrasumar. Vísir/B´æara

Stjörnumenn heimsækja í kvöld Valsmenn á Origo völlinn á Hlíðarenda og hefst leikurinn klukkan 19.15.

Stjörnuliðið hefur aðeins spilað tvo leiki á tímabilinu en er eina liðið í deildinni sem er með fullt hús því Stjarnan vann báða leikina sem voru á móti Fylki (2-1) og Fjölni (4-1).

Síðasti leikur Stjörnunnar fór fram klukkan 16.45 á sunnudeginum 21. júní eða fyrir rúmum þremur vikum.

Skagamenn spiluðu ekki leik sinn í annarri umferðinni fyrr en klukkan 19.15 þetta sama kvöld eða eftir að leik Stjörnunnar lauk.

Skagamenn spiluðu síðan leik sinn í sjöttu umferðinni í gær þegar þeir unnu 4-0 sigur á nýliðum Gróttu á Seltjarnarnesi.

Þetta þýðir að Skagaliðið náði að spila fimm leiki í Pepsi Max deildinni á milli leikja Stjörnuliðsins.

Skagamenn fengu þrjú stig í fyrstu umferðinni og bætti síðan við sjö stigum í þessum fimm leikjum sem þeir spiluðu á meðan Stjarnan var í óumbeðnu fríi frá deildinni.

Stjörnumenn hafa leikið fjórum leikjum færra en ÍA þegar kemur að leiknum á Hlíðarenda í kvöld og eru núna fjórum stigum á eftir Skagamönnum.

Leikir Skagamanna á milli leikja Stjörnunnar:

  • 2-1 tap á móti FH 21. júní
  • 2-1 tap á móti KR 28. júní
  • 4-1 sigur á Val 3. júlí [+3 stig]
  • 2-2 jafntefli á móti HK 8. júlí [+1 stig]
  • 4-0 sigur á Gróttu 12. júlí [+3 stig]


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.