Erlent

Banna áfengi á ný vegna veirunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku.
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku. Vísir/getty

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Á meðal takmarkananna sem taka gildi á morgun, mánudag, er bann við sölu áfengis og útgöngubann á næturnar.

Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku sagði í dag í þjóðarávarpi að áfenigsbannið myndi „létta á þrýstingi á heilbrigðiskerfinu“. Þetta er í annað sinn á árinu sem stjórnvöld banna áfengissölu í landinu vegna veirunnar. Auk áfengis- og útgöngubanns verður íbúum landsins jafnframt gert skylt að bera grímur fyrir vitunum á almannafæri.

Suður-Afríka hefur orðið verst úti úr faraldrinum í álfunni. Fyrr í vikunni greindust flestir með veiruna á einum degi í landinu frá upphafi faraldurs. Þá hafa yfir fjögur þúsund nú látist úr veirunni í Suður-Afríku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.