Þrír ættliðir frægrar fjölskyldu smitaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 20:30 Abhishek Bachchan og Aishwarya Rai Bachchan ásamt dótturinni Aaradhya. Þau greindust öll með kórónuveiruna nú um helgina. Vísir/getty Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands. Aishwarya Rai Bachchan, Bollywood-leikkona og fyrrverandi Ungfrú heimur, og dóttir hennar, hin átta ára Aaradhya, greindust í dag með veiruna. Áður höfðu eiginmaður Aishwarya, leikarinn Abihshek Bachchan, og faðir hans, Amitabh Bachchan, einn frægasti Bollywood-leikari sinnar kynslóðar, greinst með veiruna og voru fluttir á sjúkrahús í gær en báðir þó með væg einkenni. Aishwarya er 46 ára og ein frægasta kona Indlands. Hún hefur gert garðinn frægan í Bollywood, sem og Hollywood, auk þess sem hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 1994. Aishwarya og dóttir hennar eru sagðar einkennalausar og í einangrun heima hjá sér. Amitabh Bachchan.Vísir/getty Amitabh Bachchan er 77 ára og einnig gríðarvinsæll í heimalandinu, líkt og tengdadóttirin. Hann greindi frá niðurstöðum kórónuveiruprófsins á Twitter í gær, þar sem hann státar af milljónum fylgjenda. „Ég fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-prófi, fluttur á spítala, spítalinn upplýsir yfirvöld, fjölskylda og starfslið skimað, beðið eftir niðurstöðu,“ skrifaði Bachchan. Aðdáendur fjölskyldunnar hafa látið batakveðjum rigna yfir þau sjúku og þá lét heilbrigðisráðherrann Harsh Vardhan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. „Ég, ásamt þjóðinni allri, óska þér skjóts bata! Þú ert fyrirmynd milljóna í þessu landi, ódauðleg ofurstjarna! Við munum sjá vel um þig. Bestu óskir um skjótan bata!“ skrifaði Vardhan á Twitter-reikningi sínum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands. Aishwarya Rai Bachchan, Bollywood-leikkona og fyrrverandi Ungfrú heimur, og dóttir hennar, hin átta ára Aaradhya, greindust í dag með veiruna. Áður höfðu eiginmaður Aishwarya, leikarinn Abihshek Bachchan, og faðir hans, Amitabh Bachchan, einn frægasti Bollywood-leikari sinnar kynslóðar, greinst með veiruna og voru fluttir á sjúkrahús í gær en báðir þó með væg einkenni. Aishwarya er 46 ára og ein frægasta kona Indlands. Hún hefur gert garðinn frægan í Bollywood, sem og Hollywood, auk þess sem hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 1994. Aishwarya og dóttir hennar eru sagðar einkennalausar og í einangrun heima hjá sér. Amitabh Bachchan.Vísir/getty Amitabh Bachchan er 77 ára og einnig gríðarvinsæll í heimalandinu, líkt og tengdadóttirin. Hann greindi frá niðurstöðum kórónuveiruprófsins á Twitter í gær, þar sem hann státar af milljónum fylgjenda. „Ég fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-prófi, fluttur á spítala, spítalinn upplýsir yfirvöld, fjölskylda og starfslið skimað, beðið eftir niðurstöðu,“ skrifaði Bachchan. Aðdáendur fjölskyldunnar hafa látið batakveðjum rigna yfir þau sjúku og þá lét heilbrigðisráðherrann Harsh Vardhan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. „Ég, ásamt þjóðinni allri, óska þér skjóts bata! Þú ert fyrirmynd milljóna í þessu landi, ódauðleg ofurstjarna! Við munum sjá vel um þig. Bestu óskir um skjótan bata!“ skrifaði Vardhan á Twitter-reikningi sínum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira