Íslenski boltinn

Afturelding með ellefu mörk í tveimur leikjum

Ísak Hallmundarson skrifar
Magnús Már Einarsson er þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson er þjálfari Aftureldingar. vísir/vilhelm

Afturelding vann annan stóran sigur í röð í Lengjudeild karla í dag þegar liðið tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði.

Jason Daði Svanþórsson kom heimamönnum yfir á 31. mínútu leiksins og staðan í hálfleik 1-0. Þeir Ísak Atli Kristjánsson, Andri Freyr Jónasson og Alexander Aron Davorsson bættu við mörkum fyrir Aftureldingu í síðari hálfleik og lokatölur 4-0.

Markatala Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum er því 11-0 en liðið vann Magna í síðustu umferð 7-0.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.