Íslenski boltinn

Afturelding með ellefu mörk í tveimur leikjum

Ísak Hallmundarson skrifar
Magnús Már Einarsson er þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson er þjálfari Aftureldingar. vísir/vilhelm

Afturelding vann annan stóran sigur í röð í Lengjudeild karla í dag þegar liðið tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði.

Jason Daði Svanþórsson kom heimamönnum yfir á 31. mínútu leiksins og staðan í hálfleik 1-0. Þeir Ísak Atli Kristjánsson, Andri Freyr Jónasson og Alexander Aron Davorsson bættu við mörkum fyrir Aftureldingu í síðari hálfleik og lokatölur 4-0.

Markatala Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum er því 11-0 en liðið vann Magna í síðustu umferð 7-0.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.