Erlent

Haturs­hópar fá fjár­stuðning frá banda­ríska ríkinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Að minnsta kosti tíu svokallaðir haturshópar hafa fengið fjárhagslegan stuðning frá bandaríska ríkinu í kjölfar Covid.
Að minnsta kosti tíu svokallaðir haturshópar hafa fengið fjárhagslegan stuðning frá bandaríska ríkinu í kjölfar Covid. Getty/Jeffrey Greenberg

Í það minnsta tíu félög sem hafa talað gegn svörtum, hinseginfólki og innflytjendum fengu stuðning frá sjóði bandarískra yfirvalda sem settur var á fót til að styðja við smá fyrirtæki og félög vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.

The Center for Immigration Studies, CIS, er einn þessara hópa sem baráttusamtökin Southern Poverty Law Center hafa flokkað sem haturshóp. Miðstöðin fékk um eina milljón Bandaríkjadala, að jafnvirði 141 milljóna íslenskra króna, úr stuðningssjóðnum. Árið 2017 birti Southern Poverty Law Center lista af meira en tvö þúsund tilfellum þar sem CIS hafði dreift ritum hvítra þjóðernissinna og áróðursritum gegn gyðingum.

Félögin tíu sem öll hafa verið sökuð um hatursáróður fengu samtals um tíu milljónir Bandaríkjadala úr sjóðnum. Átta þeirra hafa verið skilgreind sem haturshópar af Southern Poverty Law Center. Einn hópanna hefur meðal annars haldið því fram að samkynhneigðir muni „eyðileggja plánetuna,“ og enn annar, sem heitir Concerned Women for America, segir það brot á stjórnarskránni að samkynja pör ali börn upp.


Tengdar fréttir

Öfgahægrimenn létu glepjast af gabbi á þjóðhátíðardaginn

Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×