Öfgahægrimenn létu glepjast af gabbi á þjóðhátíðardaginn Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 23:53 Ekkert bendir til þess að boðaða fánabrennan hafi verið raunveruleg. Gettysburg var vettvangur þýðingarmikillar orrustu í borgarastríðinu og þar kemur fólk meðal annars saman til að leika hana eins og sést á þessari mynd. Vísir/EPA Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb. Vinstrisinnaðir andfasistar hafa orðið að grýlu fyrir hægri væng bandarískra stjórnmála undanfarin ár og er Donald Trump forseti á meðal þeirra sem vara við því að þeir ætli sér að „binda enda á Bandaríkin“. Ekki er þó um formleg eða skipulögð samtök að ræða heldur lauslega tengda hópa vinstrisinnaðra aðgerðasinna. Í aðdraganda þjóðhátíðardags Bandaríkjanna í gær birtust færslur á samfélagsmiðlum um að andfasistar ætluðu sér að standa fyrir fánabrennu í Gettysburg í Pennsylvaníu, þar sem ein frægasta orrusta bandaríska borgarastríðsins var háð árið 1863. Þar fengju börn meðal annars litla bandaríska fána til að kasta á bálið. „Hittumst og brennum fána til að mótmæla hrottum og skepnum í bláu,“ sagði í færslu á Facebook og virtist þar vísað til lögreglumanna. Mikil mótmæli hafa geisað í Bandaríkjunum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju undanfarnar vikur. Washington Post segir að ekkert bendi þó til þess að þeir sem birtu færslurnar hafi nokkur tengsl við andfasista heldur hafi verið um gabb að ræða. Hundruð hægriöfgamanna sem ætluðu sér að skerast í leikinn fóru í fýluferð því enginn fánabrennandi öfgavinstrimaður var á svæðinu þegar þá bar að garði. „Það skiptir ekki máli hvort þetta var gabb eða ekki. Þau lögðu fram hótun og ef við látum ekki í okkur heyra lætur það virðast að það sé í lagi,“ sagði Christopher Blakeman sem var í hópi um fimmtíu bifhjólamanna sem lögðu leið sína til Gettysburg til þess að bjóða róttæklingunum birginn. Minnisvarðinn sem er grafinn í Stone-fjall er risavaxinn, um 58 metrar að breidd og 27 metra að hæð. Á honum sjást þeir Stonewall Jackson og Robert E. Lee, helstu herforingjar Suðurríkjasambandsins, og Jefferson Davis, forseti þess, á hestbaki.AP/John Bazemore Vopnaðir mótmælendur komu saman við minnisvarða um suðurríkjamenn Styr hefur staðið um minnisvarða og styttur í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Aðgerðasinnar hafa sums staðar rifið niður styttur af leiðtogum gamla Suðurríkjasambandsins sem börðust fyrir áframhaldandi þrælahaldi. Fleiri styttur hafa orðið fyrir barðinu á mótmælendunum, þar á meðal af Kristófer Kólumbus og Ulysses S. Grant, herforingja sambandssinna í borgarastríðinu. Hópur vopnaðra mótmælenda kom saman við stærsta minnisvarðann um Suðurríkjasambandið í Stone Mountain-garðinum í Georgíu í gær. Reuters-fréttastofan segir að flestir mótmælendanna hafi verið svartir en í hópnum hafi verið fólk úr mörgum áttum. Mótmæli þeirra hafi farið friðsamlega fram. „Ég sé enga hvíta þjóðvarðliða hérna. Við erum hér. Hvar eru þið? Við erum heima hjá ykkur. Áfram með smjörið!“ hrópaði einn leiðtoga mótmælendanna yfir hópinn á myndbandi sem Reuters-fréttastofan sá frá mótmælunum. Á fjallið eru grafin líkneski Jefferson Davis, Roberts E. Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, helstu leiðtoga Suðurríkjasambandsins. Minnisvarðinn hefur lengi verið í hávegum hafður hjá hvítum þjóðernissinnum eins og haturssamtakanna alræmdu Kú Klúx Klan sem myrtu blökkumenn í suðurríkjunum. Kú Klúx Klan-liðar halda einn viðburði við minnisvarðann við og við, oft í kringum þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Kröfur hafa verið gerðar um að minnisvarðanum verði kastað á öskuhaug sögunnar í gegnum tíðina á þeim forsendum að hann heiðri rasista sem leiddu uppreisn gegn Bandaríkjunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb. Vinstrisinnaðir andfasistar hafa orðið að grýlu fyrir hægri væng bandarískra stjórnmála undanfarin ár og er Donald Trump forseti á meðal þeirra sem vara við því að þeir ætli sér að „binda enda á Bandaríkin“. Ekki er þó um formleg eða skipulögð samtök að ræða heldur lauslega tengda hópa vinstrisinnaðra aðgerðasinna. Í aðdraganda þjóðhátíðardags Bandaríkjanna í gær birtust færslur á samfélagsmiðlum um að andfasistar ætluðu sér að standa fyrir fánabrennu í Gettysburg í Pennsylvaníu, þar sem ein frægasta orrusta bandaríska borgarastríðsins var háð árið 1863. Þar fengju börn meðal annars litla bandaríska fána til að kasta á bálið. „Hittumst og brennum fána til að mótmæla hrottum og skepnum í bláu,“ sagði í færslu á Facebook og virtist þar vísað til lögreglumanna. Mikil mótmæli hafa geisað í Bandaríkjunum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju undanfarnar vikur. Washington Post segir að ekkert bendi þó til þess að þeir sem birtu færslurnar hafi nokkur tengsl við andfasista heldur hafi verið um gabb að ræða. Hundruð hægriöfgamanna sem ætluðu sér að skerast í leikinn fóru í fýluferð því enginn fánabrennandi öfgavinstrimaður var á svæðinu þegar þá bar að garði. „Það skiptir ekki máli hvort þetta var gabb eða ekki. Þau lögðu fram hótun og ef við látum ekki í okkur heyra lætur það virðast að það sé í lagi,“ sagði Christopher Blakeman sem var í hópi um fimmtíu bifhjólamanna sem lögðu leið sína til Gettysburg til þess að bjóða róttæklingunum birginn. Minnisvarðinn sem er grafinn í Stone-fjall er risavaxinn, um 58 metrar að breidd og 27 metra að hæð. Á honum sjást þeir Stonewall Jackson og Robert E. Lee, helstu herforingjar Suðurríkjasambandsins, og Jefferson Davis, forseti þess, á hestbaki.AP/John Bazemore Vopnaðir mótmælendur komu saman við minnisvarða um suðurríkjamenn Styr hefur staðið um minnisvarða og styttur í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Aðgerðasinnar hafa sums staðar rifið niður styttur af leiðtogum gamla Suðurríkjasambandsins sem börðust fyrir áframhaldandi þrælahaldi. Fleiri styttur hafa orðið fyrir barðinu á mótmælendunum, þar á meðal af Kristófer Kólumbus og Ulysses S. Grant, herforingja sambandssinna í borgarastríðinu. Hópur vopnaðra mótmælenda kom saman við stærsta minnisvarðann um Suðurríkjasambandið í Stone Mountain-garðinum í Georgíu í gær. Reuters-fréttastofan segir að flestir mótmælendanna hafi verið svartir en í hópnum hafi verið fólk úr mörgum áttum. Mótmæli þeirra hafi farið friðsamlega fram. „Ég sé enga hvíta þjóðvarðliða hérna. Við erum hér. Hvar eru þið? Við erum heima hjá ykkur. Áfram með smjörið!“ hrópaði einn leiðtoga mótmælendanna yfir hópinn á myndbandi sem Reuters-fréttastofan sá frá mótmælunum. Á fjallið eru grafin líkneski Jefferson Davis, Roberts E. Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, helstu leiðtoga Suðurríkjasambandsins. Minnisvarðinn hefur lengi verið í hávegum hafður hjá hvítum þjóðernissinnum eins og haturssamtakanna alræmdu Kú Klúx Klan sem myrtu blökkumenn í suðurríkjunum. Kú Klúx Klan-liðar halda einn viðburði við minnisvarðann við og við, oft í kringum þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Kröfur hafa verið gerðar um að minnisvarðanum verði kastað á öskuhaug sögunnar í gegnum tíðina á þeim forsendum að hann heiðri rasista sem leiddu uppreisn gegn Bandaríkjunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02
Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29
Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14