Íslenski boltinn

2. deild: Hemmi með sigur í fyrsta leik

Ísak Hallmundarson skrifar
Hermann byrjar vel hjá Þrótti.
Hermann byrjar vel hjá Þrótti. Vísir

Fimm leikjum er lokið í 5. umferð 2. deildar karla í fótbolta. Hermann Hreiðarsson vann sigur í fyrsta leik sínum sem þjálfari Þróttar Vogum og Kórdrengir halda áfram að hala inn stigum. 

Þróttarar mættu til Húsavíkur til að etja kappi við Völsunga en heimamenn náðu forystu á fyrstu mínútu leiks. Brynjar Jónasson jafnaði fyrir Þrótt á 43. mínútu og Alexander Helgason skoraði sigurmark í 2-1 sigri á 64. mínútu.

Kórdrengir halda góðu gengi sínu í upphafi móts áfram en liðið vann 2-1 útisigur á Haukum í dag. Haukar komust yfir á 62. mínútu en Albert Brynjar Ingason svaraði fyrir Kórdrengi með tveimur mínútum síðar og tryggði þeim svo sigurinn á 88. mínútu.

Kári vann ÍR, Víðir lagði Dalvík/Reyni og Selfoss og Fjarðabyggð gerðu markalaust jafntefli.

Öll úrslit dagsins má sjá hér og stöðuna í deildinni hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.