Enski boltinn

Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum

Ísak Hallmundarson skrifar
Jurgen Klopp og Andrew Robertson virtu ekki fjarlægðartakmarkanir í leik Liverpool og Burnley í gær.
Jurgen Klopp og Andrew Robertson virtu ekki fjarlægðartakmarkanir í leik Liverpool og Burnley í gær. Phil Noble/Getty Images

Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið.

Daily Mail greinir frá.

Hefur ríkisstjórnin haft samband við öll félög deildarinnar og brýnt fyrir þeim að leikmenn, sem og aðrir tengdir liðunum, þurfi að halda ákveðinni fjarlægð þegar leikurinn er ekki í gangi. Þá er brýnt fyrir öllum sem koma að liðunum að forðast alla óþarfa snertingu.

Ríkisstjórnin er mjög ósátt með hve illa hefur tekist að halda fjarlægð í vatnspásum og þegar mörkum er fagnað. 

Forráðamenn deildarinnar hafa átt í óformlegum samræðum við stjórnvöld og hefur gefið út áminningu til félaganna um að hvetja leikmenn til að halda óþarfa snertingu í lágmarki. 

Hægt og rólega er verið að aflétta samkomutakmörkunum á Englandi. Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af því að enska úrvalsdeildin setji slæmt fordæmi fyrir almenning þar sem leikmenn, þjálfarar og starfslið virða ekki fjarlægðartakmarkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×