Íslenski boltinn

Talið að leikmaður Skallagríms hafi áður farið í bann fyrir rasisma

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmaðurinn er talinn hafa sýnt af sér rasíska hegðun áður.
Leikmaðurinn er talinn hafa sýnt af sér rasíska hegðun áður. vísir/getty

Leikamaður Skallagríms, sem lét niðrandi ummæli falla í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja í leik liðanna í gær, er talinn hafa farið í tveggja ára áhorfendabann vegna rasisma árið 2015. Mbl greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað í leik Kormáks/Hvatar og KB á Blönduósi í 4. deild karla árið 2015. Umræddur aðili var skráður í leikmannahóp Kormáks/Hvatar það árið og lék tvo leiki samkvæmt vef KSÍ. Hann var þó ekki á leikskýrslu leiksins gegn KB heldur í áhorfendastúkunni, þar sem hann lét rasísk ummæli falla í garð aðstoðardómara, ef marka má heimildir mbl.is. Honum var bannað að mæta á fótboltaleiki í tvö ár eftir atvikið. 

Fyrr í dag senti Knattspyrnudeild Skallagríms frá sér yfirlýsingu eftir atvik gærkvöldsins.


Tengdar fréttir

Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns

Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.