Enski boltinn

Fulham heldur sigurgöngu sinni áfram og Luton með mikilvægan sigur

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Fulham fagna marki Mitrovic í dag.
Leikmenn Fulham fagna marki Mitrovic í dag. getty/Andrew Redington

Fulham vann sinn fjórða leik í röð í ensku Championship-deildinni, næstefstu deild Englands, í kvöld þegar liðið sigraði Cardiff 2-0. Luton vann þá mikilvægan sigur á Huddersfield í fallslag í dag.

Aleksandar Mitrovic, sem er eins og stendur markahæsti leikmaður deildarinnar, kom Fulham í forystu gegn Cardiff úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Josh Onomah skoraði síðan annað mark Fulham á 66. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki, Fulham er með sigrinum með 76 stig í þriðja sæti deildarinnar og setur þannig pressu á West Brom og Leeds sem eru í efstu tveimur sætunum. West Brom er með 80 stig og Leeds 81 stig, en bæði lið eiga leik til góða á Fulham og eiga eftir að spila fjóra leiki á tímabilinu.

Luton vann Huddersfield 2-0 á útivelli í botnbaráttuslag í dag. Eftir sigurinn er Luton með 44 stig í næstneðsta sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti, en Huddersfield er með 47 stig í 19. sæti, tveimur stigum ofar en fallsæti. Bæði lið eiga eftir að leika þrjá leiki í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.