Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit um ákvörðun fyrrverandi ríkislögreglustjóra um kjarabætur til yfirmanna lögreglunnar. Við heyrum í Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Tugir þúsunda ábyrgðarmanna losnuðu undan ábyrgðum sínum á námslánum um síðustu mánaðamót þegar ábyrgðarmannakerfið var endanlega lagt niður. 

Þá fylgjumst við með athöfn á Þingvöllum í dag þar sem þess var minnst að fimmtíu ár eru liðin frá því forsætisráðherrahjónin og dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða á Þingvöllum. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.