Veður

Hiti víða 8 til 15 stig

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðrið á hádegi í dag verður einhvern veginn svona.
Veðrið á hádegi í dag verður einhvern veginn svona. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Hiti mun ná allt að 20 stigum suðaustanlands í dag og verður bjartviðri á Suðurlandi. Hins vegar verður skýjað norðaustantil og við vesturströndina með lítilsháttar vætu. Annars verður vestlæg átt 3-8 metrar á sekúndu en 8-13 austanlands til hádegis og með suðurströndinni seinnipartinn.

Hiti yfirleitt á bilinu 8 til 15 stig að deginum, en allt að 20 stigum suðaustanlands, eins og fyrr segir.

Hér að neðan má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á laugardag og sunnudag: Fremur hæg suðlæg átt og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Hægur vindur og áfram víða dálítil væta. Kólnar norðantil.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðaustanátt með blautu og svölu veðri um landið norðaustanvert. Mildara og úrkomuminna suðvestantil.

Á fimmtudag: Dregur líklega úr norðaustanáttinni og styttir upp nyrðra. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.