Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:40 Embættismenn sem störfuðu í ríkisstjórn George W. Bush ætla að beita sér gegn endurkjöri Trump með því að styðja Biden. Bush er sjálfur ekki sagður taka þátt í félagsskapnum. Vísir/Getty Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Reuters-fréttastofan segir að hópurinn ætli að hleypa svonefndri pólitískri aðgerðanefnd (PAC) af stokkunum í dag. Í framhaldinu muni nefndin birta myndbönd frá áhrifamiklum repúblikönum sem bera lof á Biden og reyna að hvetja fólk til að kjósa í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðendanna. „Við vitum hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt og það sem við sjáum er afar óeðlilegt. Forsetinn er hættulegur,“ segir Jennifer Millikin, einn skipuleggjenda nefndarinnar. Hún starfaði fyrir framboð Bush til endurkjörs árið 2004 og starfaði síðar innan stjórnsýslunnar. Þrátt fyrir að þeir sem tilheyra hópnum séu ekki sammála Biden í stjórnmálum telji þeir hann geta mætt áskorunum Bandaríkjanna af heilindum. Kristopher Puercell, sem starfaði í samskiptamálum í Hvíta húsinu í tíð Bush, segir hópinn ætla að velja landið fram yfir flokkinn í kosningunum í nóvember. „Við teljum að ríkisstjórn Biden muni virða réttarríkið og hefja Hvíta húsið aftur til vegs og virðingar,“ segir Purcell. Millikin segir enn ekki tímabært að greina frá því hverjir standa að hópnum. Bush er sagður hafa verið látinn vita af framtakinu en hann taki ekki sjálfur þátt í því. Talsmaður hans segist ekki ætla að skipta sér af kosningunum. Annar hópur óánægðra repúblikana sem kallar sig Lincoln-verkefnið hefur undanfarið birt fjölda áróðursmyndbanda gegn Trump forseta. Í þeim hópi er meðal annars George Conway, eiginmaður Kellyanne Conway, eins nánasta ráðgjafa Trump. Ýmsir eldri áhrifamenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla að annað hvort kjósa Trump ekki eða greiða Biden atkvæði sitt. Þeirra á meðal eru Bush, Jeb Bush bróðir hans og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins og forsetaframbjóðandi árið 2012, og Colin Powell sem var utanríkisráðherra í tíð Bush. Trump hefur lýst repúblikönum sem styðja hann ekki sem „mannlegu úrhraki“. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump George W. Bush Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Reuters-fréttastofan segir að hópurinn ætli að hleypa svonefndri pólitískri aðgerðanefnd (PAC) af stokkunum í dag. Í framhaldinu muni nefndin birta myndbönd frá áhrifamiklum repúblikönum sem bera lof á Biden og reyna að hvetja fólk til að kjósa í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðendanna. „Við vitum hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt og það sem við sjáum er afar óeðlilegt. Forsetinn er hættulegur,“ segir Jennifer Millikin, einn skipuleggjenda nefndarinnar. Hún starfaði fyrir framboð Bush til endurkjörs árið 2004 og starfaði síðar innan stjórnsýslunnar. Þrátt fyrir að þeir sem tilheyra hópnum séu ekki sammála Biden í stjórnmálum telji þeir hann geta mætt áskorunum Bandaríkjanna af heilindum. Kristopher Puercell, sem starfaði í samskiptamálum í Hvíta húsinu í tíð Bush, segir hópinn ætla að velja landið fram yfir flokkinn í kosningunum í nóvember. „Við teljum að ríkisstjórn Biden muni virða réttarríkið og hefja Hvíta húsið aftur til vegs og virðingar,“ segir Purcell. Millikin segir enn ekki tímabært að greina frá því hverjir standa að hópnum. Bush er sagður hafa verið látinn vita af framtakinu en hann taki ekki sjálfur þátt í því. Talsmaður hans segist ekki ætla að skipta sér af kosningunum. Annar hópur óánægðra repúblikana sem kallar sig Lincoln-verkefnið hefur undanfarið birt fjölda áróðursmyndbanda gegn Trump forseta. Í þeim hópi er meðal annars George Conway, eiginmaður Kellyanne Conway, eins nánasta ráðgjafa Trump. Ýmsir eldri áhrifamenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla að annað hvort kjósa Trump ekki eða greiða Biden atkvæði sitt. Þeirra á meðal eru Bush, Jeb Bush bróðir hans og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins og forsetaframbjóðandi árið 2012, og Colin Powell sem var utanríkisráðherra í tíð Bush. Trump hefur lýst repúblikönum sem styðja hann ekki sem „mannlegu úrhraki“.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump George W. Bush Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira