Enski boltinn

Halda enn í vonina að Pogba skrifi undir nýjan samning

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„Hey, hvenær ætlar þú að skrifa undir nýjan samning?“ er Ole Gunnar eflaust að spyrja Pogba.
„Hey, hvenær ætlar þú að skrifa undir nýjan samning?“ er Ole Gunnar eflaust að spyrja Pogba. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Framtíð Paul Pogba – franska miðvallarleikmannsins í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United – er reglulega til umræðu. Nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, sagt að hann vonist til að Pogba skrifi undir nýjan samning sem fyrst.

„Það er frábært að vera byrjaður aftur að æfa, snerta boltann og gera það sem ég elska. Ég hef saknað þess gríðarlega,“ sagði sá franski sem virðist loks hafa náð sér af ökklameiðslum sem hafa plagað hann síðan tímabilið hófst í ágúst á síðasta ári.

Pogba hefur verið orðaður við sína fyrrum félaga í Juventus á Ítalíu eða þá stórlið Real Madrid á Spáni. Pogba gekk meira að segja svo langt að viðurkenna að hann væri að leita sér að nýrri áskorun á síðasta ári.

Það virðist sem gott gengi Man Utd síðan Portúgalinn Bruno Fernandes gekk í raðir félagsins hafi breytt skoðun Pogba. Svo virðist sem Frakkinn gæti fetað í spor samherja sinna Scott McTominay og Nemanja Matic sem skrifuðu báðir undir nýja samninga á dögunum.

Samningur Pogba rennur út næsta sumar en United getur nýtt sér ákvæði í samningnum sem þýðir að hann myndi ekki renna út fyrr en 2022.

Manchester United mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fari svo að Man Utd vinni leikinn er liðið aðeins stigi á eftir Leicester City sem er í 4. sæti deildarinnar. 

Sky Sports greindi frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.