Veður

Allt að 21 stigs hiti á Suðurlandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurhorfur á hádegi í dag.
Veðurhorfur á hádegi í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Spáð er allt að 21 stigs hita syðst á landinu og fremur björtu veðri. Gert er ráð fyrir norðvestlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu, en 8-13 með suðurströndinni og á norðaustanverðu landinu.

Bjart verður með köflum og líkur á dálitlum síðdegisskúrum syðra, en skýjað og rignir með köflum norðaustantil. Hiti 5 til 13 stig á Norðurlandi og Vestfjörðum, annars 12 til 21 stig, hlýjast syðst, eins og fyrr segir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á föstudag: Vestlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en heldur hvassari við suður- og austurströndina. Dálítil væta NA-lands, annars þurrt að kalla. Hiti frá 8 stigum norðaustantil, að 20 stigum á Suðausturlandi.

Á laugardag: Suðvestan 3-8 m/s og skýjað með rigningu V-til, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 10 til 18 stig, svalast við A-ströndina.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Hæg breytileg átt og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti víða 10 til 17 stig.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með rigningu og kólnandi veðri norðanlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.