Íslenski boltinn

Lengjudeildin: Átta marka jafntefli í Suðurnesjaslagnum og Fáskrúðsfirðingar á góðu skriði

Ísak Hallmundarson skrifar
Leiknir F. eru á góðu róli með sex stig í deildinni. 
Leiknir F. eru á góðu róli með sex stig í deildinni.  facebook/leiknir

Tveimur síðustu leikjunum í fjórðu umferð Lengjudeildar karla er lokið. Grindavík og Keflavík gerðu jafntefli í stórskemmtilegum Suðurnesjaslag og Leiknir Fáskrúðsfirði vann Þrótt fyrir Austan.

Þetta byrjaði með látum á Grindavíkurvelli. Joey Gibbs kom gestunum í Keflavík yfir á 2. mínútu en Sigurður Bjartur Hallsson jafnaði fyrir heimamenn á 10. mínútu. 

Mörkunum rigndi inn í fyrri hálfleik. Davíð Snær Jóhannsson kom Keflvíkingum aftur í forystu á 14. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Sigurður Bjartur aftur fyrir Grindvíkinga. Oddur Ingi Bjarnason kom Grindavík í 3-2 á 22. mínútu og Josip Zeba tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu, staðan 4-2. Keflvíkingar minnkuðu muninn á 38. mínútu, sjö mörk í fyrri hálfleik staðreynd!

Seinni hálfleikur var öllu rólegri. Joey Gibbs náði að skora sitt annað mark í leiknum og jafna metin á 84. mínútu, 4-4 lokatölur í mögnuðum grannaslag. 

Bæði lið eru með sjö stig eftir fjórar umferðir í 4.-5. sæti deildarinnar.

Leiknir F. sigraði Þrótt Reykjavík 1-0 í Fjarðarbyggðarhöllinni en eina mark leiksins kom frá Daniel Garcia Blanco á 68. mínútu eftir skyndisókn. Annar sigur nýliðanna í röð en Þróttarar eru á botninum án stiga. 

Stöðuna í Lengjudeildinni má sjá hér. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.