Íslenski boltinn

Lengjudeildin: Átta marka jafntefli í Suðurnesjaslagnum og Fáskrúðsfirðingar á góðu skriði

Ísak Hallmundarson skrifar
Leiknir F. eru á góðu róli með sex stig í deildinni. 
Leiknir F. eru á góðu róli með sex stig í deildinni.  facebook/leiknir

Tveimur síðustu leikjunum í fjórðu umferð Lengjudeildar karla er lokið. Grindavík og Keflavík gerðu jafntefli í stórskemmtilegum Suðurnesjaslag og Leiknir Fáskrúðsfirði vann Þrótt fyrir Austan.

Þetta byrjaði með látum á Grindavíkurvelli. Joey Gibbs kom gestunum í Keflavík yfir á 2. mínútu en Sigurður Bjartur Hallsson jafnaði fyrir heimamenn á 10. mínútu. 

Mörkunum rigndi inn í fyrri hálfleik. Davíð Snær Jóhannsson kom Keflvíkingum aftur í forystu á 14. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Sigurður Bjartur aftur fyrir Grindvíkinga. Oddur Ingi Bjarnason kom Grindavík í 3-2 á 22. mínútu og Josip Zeba tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu, staðan 4-2. Keflvíkingar minnkuðu muninn á 38. mínútu, sjö mörk í fyrri hálfleik staðreynd!

Seinni hálfleikur var öllu rólegri. Joey Gibbs náði að skora sitt annað mark í leiknum og jafna metin á 84. mínútu, 4-4 lokatölur í mögnuðum grannaslag. 

Bæði lið eru með sjö stig eftir fjórar umferðir í 4.-5. sæti deildarinnar.

Leiknir F. sigraði Þrótt Reykjavík 1-0 í Fjarðarbyggðarhöllinni en eina mark leiksins kom frá Daniel Garcia Blanco á 68. mínútu eftir skyndisókn. Annar sigur nýliðanna í röð en Þróttarar eru á botninum án stiga. 

Stöðuna í Lengjudeildinni má sjá hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×