Íslenski boltinn

Vestri með óvæntan útisigur á Þór í Lengjudeildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
Vestri er kominn á blað í Lengjudeildinni.
Vestri er kominn á blað í Lengjudeildinni. mynd/vestri.is

Vestri vann Þór á Akureyri í Lengjudeild karla í kvöld með einu marki gegn engu. Fyrir leikinn voru Þórsarar með fullt hús stiga en Vestri einungis eitt stig. 

Nacho Gil skoraði eina mark leiksins á 45. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks, á 50. mínútu, fékk Vladimir Tufegdzic leikmaður Vestra beint rautt spjald og Vestri spilaði manni færi restina af leiknum.

Það kom ekki að sök því með mikilli baráttu náðu Vestramenn að haldi marki sínu hreinu og sigla heim sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar. 

Vestri fer upp í 7. sæti með fjögur stig en Þórsarar eru í þriðja sæti með níu stig þegar fjórar umferðir eru búnar af mótinu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.