Íslenski boltinn

Berglind Björg hefur eytt meirihluta ársins í sóttkví

Ísak Hallmundarson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir. stöð2/skjáskot

Kvennalið Breiðabliks er loksins komið úr sóttkví í dag og mun mæta Fylki í Pepsi Max deildinni næsta laugardag.

„Ég gat nú ekki sagt mikið. Við fengum bara þær fréttir að við þyrftum að fara í sóttkví og bara tókum því og þetta er bara verkefni sem við þurftum að sigrast á,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Blika aðspurð út í hvernig hún hefði tekið fréttunum að liðið væri á leið í sóttkví.

Berglind er líklega ein þeirra Íslendinga sem hefur þurft að vera hvað mest í sóttkví á árinu en hún var stödd á Ítalíu að spila með AC Milan þegar ástandið var hvað verst í mars.

„Ég held ég sé búin að eyða 100 dögum í sóttkví af 187 á árinu. Þetta gerir mann bara sterkari fyrir vikið, segjum það bara.“

„Við fengum prógram frá styrktarþjálfaranum okkar og höfum verið duglegar að æfa á hverjum einasta degi og erum í toppstandi núna. Við erum heldur betur tilbúnar í leik eftir þrjá daga,“ sagði Berglind Björg aðspurð út í æfingar síðustu tveggja vikna.

Hér að neðan má sjá allt viðtal Svövu Kristínar Grétarsdóttur við Berglindi og einnig viðtal við Þorstein Halldórsson þjálfara Blika.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.