Íslenski boltinn

Segir leikstíl ÍBV ótrúlegan: „Stóla á einn mann til að bomba á“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Martin fagnar marki með ÍBV á síðustu leiktíð.
Gary Martin fagnar marki með ÍBV á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, vandaði ekki ÍBV kveðjurnar eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær en hann skaut föstum skotum að leikstíl Eyjamanna.

ÍBV féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð og er eitt líklegasta liðið, ef ekki það líklegasta, til þess að fara upp úr Lengjudeildinni í ár enda með ansi sterkan hóp.

Helgi Sigurðsson tók við liði ÍBV fyrir tímabilið en Eyjamenn unnu 4-2 sigur á Leikni í gær. Í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn hreifst Sigurður ekki af spilamennsku ÍBV.

„Mér finnst það ótrúlegt að lið með svona mannskap sem ætlar sér upp um deild að þeir spili svona fótbolta,“ sagði Sigurður Heiðar eftir leikinn og sagði að liðið sparkaði bara hátt og langt á Gary Martin.

„Mér finnst þetta með ólíkindum að lið með svona hóp spili svona fótbolta. Stóla á einn mann til að bomba á og mér finnst þetta ótrúlegt. Til hamingju með það,“ sagði pirraður Sigurður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.