Íslenski boltinn

Ívar Orri og Jóhann Ingi fá stór verk­efni eftir um­deild at­vik í síðustu um­ferð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dómarar stórleikja kvöldsins.
Dómarar stórleikja kvöldsins. vísir/bára

Það var mikið rætt um dómarana efstu síðustu umferð í Pepsi Max-deild karla og því er ekki úr vegi að kíkja á hvaða dómarar dæma leiki 5. umferðarinnar.

Jóhannes Valgeirsson, fyrrum besti dómari Íslands, lýsti m.a. áhyggjum sínum á dómgæslunni hér heima í Sportpakkanum í fyrrakvöld.

Klippa: Fyrrum dómari hefur áhyggjur af dómgæslu á Íslandi

Stórleikina í þessari umferð, leik Víkings og Vals annars vegar og Breiðabliks og FH hins vegar, dæma þeir Jóhann Ingi Jónsson og Ívar Orri Kristjánsson. Jóhann Ingi verður með flautuna í Víkinni en Ívar Orri í Kópavogi.

Báðir dómararnir voru mikið ræddir eftir síðustu umferð. Ívar Orri hafði í nægu að snúast úti á Seltjarnanesi er hann dæmdi eina vítaspyrnu og rautt spjald en hefði mögulega átt að dæma tvær vítaspyrnur og flauta hendi í jöfnunarmarki HK.

Klippa: Ágúst Gylfason um Ívar Orra

Jóhann Ingi dæmdi tvær vítaspyrnur á Akureyri við litla hrifningu Blika og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, lýsti yfir áhyggjum sínum af dómgæslunni í viðtali eftir leikinn.

Klippa: Óskar Hrafn um vítaspyrnudómana á Akureyri

Pétur Guðmundsson er með flautuna á Akranesi og Einar Ingi Jóhannsson, sem var fjórði dómari í hitaleik KR og Víkinga, verður með völdin í Grafarvogi.

Annað kvöld er svo leikur Fylkis og KA en Elías Ingi Árnason dæmir þann leik.

Víkingur - Valur: Dómari leiksins er Jóhann Ingi Jónsson. Aðstoðardómarar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Elías Ingi Árnason er fjórði dómari.

ÍA - HK: Dómari leiksins er Pétur Guðmundsson. Aðstoðardómarar eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson, Andri Vigfússon. Helgi Mikael Jónsson er fjórði dómari.

Fjölnir - Grótta: Dómari leiksins er Einar Ingi Jóhannsson. Aðstoðardómarar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Gunnar Helgason. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er fjórði dómari.

Breiðablik - FH: Dómari leiksins er Ívar Orri Kristjánsson. Aðstoðardómarar eru þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Jóhann Gunnar Guðmundsson er fjórði dómari.

Fylkir - KA: Dómari leiksins er Elías Ingi Árnason. Aðstoðardómarar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er fjórði dómari.

Allir leikir kvöldsins verða í beinni í Boltavaktinni á Vísi. Leikur Víkings og Vals sem og Breiðabliks og FH verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.