Íslenski boltinn

Lengjudeildin: Framarar óstöðvandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Fred Saraiva skoraði annað mark Fram í dag og hefur byrjað mótið vel.
Fred Saraiva skoraði annað mark Fram í dag og hefur byrjað mótið vel. facebook/fram

Framarar eru enn með fullt hús stiga í Lengjudeildinni eftir góðan útisigur á Víkingi Ólafsvík. Lokatölur 1-2 í Ólafsvík.

Alexander Már Þorláksson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fram á 17. mínútu. Frederico Bello Saraiva tvöfaldaði síðan forskot Fram á 41. mínútu en hann hefur farið á kostum í byrjun móts. 

Á 56. mínútu komu Ólsarar sér aftur inn í leikinn þegar Gonzalo Zamorano Leon minnkaði muninn en fleiri urðu mörkin ekki og fjórði sigur Framara í röð í deildinni staðreynd, sá sjöundi í öllum keppnum í sumar.

Framarar eru með tólf stig, fullt hús stiga, eftir fyrstu fjórar umferðirnar og sitja í öðru sæti, neðar en ÍBV á markatölu. Langt síðan Framarar byrjuðu mót svona vel en þeir hafa einnig unnið alla leiki sína í bikarnum. 

Víkingar eru með þrjú stig og sitja í níunda sætinu í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×