Íslenski boltinn

Lengjudeildin: Framarar óstöðvandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Fred Saraiva skoraði annað mark Fram í dag og hefur byrjað mótið vel.
Fred Saraiva skoraði annað mark Fram í dag og hefur byrjað mótið vel. facebook/fram

Framarar eru enn með fullt hús stiga í Lengjudeildinni eftir góðan útisigur á Víkingi Ólafsvík. Lokatölur 1-2 í Ólafsvík.

Alexander Már Þorláksson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fram á 17. mínútu. Frederico Bello Saraiva tvöfaldaði síðan forskot Fram á 41. mínútu en hann hefur farið á kostum í byrjun móts. 

Á 56. mínútu komu Ólsarar sér aftur inn í leikinn þegar Gonzalo Zamorano Leon minnkaði muninn en fleiri urðu mörkin ekki og fjórði sigur Framara í röð í deildinni staðreynd, sá sjöundi í öllum keppnum í sumar.

Framarar eru með tólf stig, fullt hús stiga, eftir fyrstu fjórar umferðirnar og sitja í öðru sæti, neðar en ÍBV á markatölu. Langt síðan Framarar byrjuðu mót svona vel en þeir hafa einnig unnið alla leiki sína í bikarnum. 

Víkingar eru með þrjú stig og sitja í níunda sætinu í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.