Erlent

Söngvari Kasa­bian játar að hafa ráðist á fyrr­verandi unnustu sína

Atli Ísleifsson skrifar
Tom Meighan á tónleikum Kasabian í Edinborg árið 2018.
Tom Meighan á tónleikum Kasabian í Edinborg árið 2018. Getty

Tom Meighan, söngvari bresku hljómsveitarinnar Kasabian, hefur játað að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína, Vikki Ager, í apríl síðastliðinn. Greint var frá því í gær að Meighan hafi sagt skilið við sveitina.

Sky News segir frá því að hinn 39 ára Meighan hafi mætt fyrir dómara í Leicester í morgun þar sem gekkst við brotinu.

Sveitin tilkynnti óvænt um brotthvarf Meighan í gær þar sem vísað var í „persónuleg málefni“ söngvarans og að hann óskaði eftir því að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl.

Sveitin var stofnuð í Leicester árið 1997 og hefur gefið úr sex plötur, síðast árið 2017. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars sem besta breska sveitin á Brit-verðlaunahátíðinni árið 2010.

Meðal þekktra laga sveitarinnar má nefna Fire, Empire og Days are Forgotten.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.