Enski boltinn

Matic skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Man Utd

Ísak Hallmundarson skrifar
Matic skrifar undir nýjan samning við Rauðu djöflanna.
Matic skrifar undir nýjan samning við Rauðu djöflanna. getty/Matthew Peters

Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic hefur framlengt samning sinn við Manchester United og skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Matic hefur verið fastamaður í byrjunarliði Manchester United undanfarið með þeim Bruno Fernandes og Paul Pogba á miðjunni.

Þessi 31 árs gamli leikmaður kom til United frá Chelsea árið 2017 og átti samningur hans að renna út næsta sumar en hann hefur nú framlengt dvöl sína í Manchester til ársins 2023 í það minnsta.

,,Sem leikmaður á ég enn mikið inni og margt sem ég á eftir að afreka á mínum ferli. Að gera það með Manchester United væri mér mikill heiður. Það er mjög spennandi að vera hluti af þessu liði, við erum með góða blöndu af ungum leikmönnum og reynslu,‘‘ sagði Matic.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.